Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2017 13:44 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. Lögreglan rannsakar nú myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem staðsettar eru við Austurvöll. „Það er öryggismyndavél þarna á vegum borgarinnar og lögreglu og svo er þarna myndavél frá Alþingi sem við höfum fengið að nota myndefni úr auk þess sem við erum að leita eftir því hvort að þarna séu einhverjar fleiri myndavélar sem hafa náð þessu. Þetta myndefni hjálpar okkur að átta okkur á atburðrásinni,“ segir Grímur. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi þennan sunnudagsmorgun. Annar þeirra, Klevis Sula, lést í síðustu viku af sárum sínum en hann var aðeins tvítugur að aldri. Vinur hans sem var með honum var einnig stunginn en slasaðist minna. Grímur segir að um tíu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins, þar á meðal vinur Klevis sem var með honum umræddan morgun. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Aðspurður vill Grímur ekki tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis eða frekar hver aðdragandinn að árásinni var. Maður sem grunaður er í málinu situr í gæsluvarðhaldi eins og áður segir. Það rennur út á föstudaginn og hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald. Þá á Grímur ekki von á því að manninum verði sleppt úr haldi lögreglu áður en varðhaldið rennur út.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29 Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Foreldrar mannsins eru komnir til Íslands. 9. desember 2017 02:29
Fjórum hefur verið ráðinn bani á Íslandi í ár Fjöldi manndrápsmála hér á landi í ár er yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2017 13:53