Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2017 19:30 Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012. Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012.
Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira