Trump heimilar hernum að fjárfesta í flugskýlunum á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2017 11:27 Donald Trump skrifaði undir frumvarpið í vitna viðurvist. Vísir/Getty Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30