Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. desember 2017 06:30 Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember. vísir/stefán Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Anna Katrín Snorradóttir, sem lagði fram kæru gegn Roberts Downey vegna kynferðisbrota 5. júlí í sumar, bíður enn eftir niðurstöðu lögreglu. Mál hennar er nú komið á borð ákærusviðs þar sem meðal annars er skoðað hvort mál hennar teljist fyrnt. Hún var upplýst um framgang málsins og rannsókn lögreglu í gær og fékk þá að vita að öllum gögnum úr máli Roberts Downey hafði verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015. „Þegar ég lagði fram kæru í sumar spurði lögreglumaðurinn mig hvort ég ætti einhver gögn til að styðja mál mitt. Ég greindi frá því að á sama tíma og hann hefði brotið á mér hefði hann einnig brotið á öðrum stelpum. Gögn um þau brot hefðu verið gerð upptæk á heimili hans. Þeirra á meðal minnisbók með nöfnum barnungra stúlkna og tölvugögn. Ég sagði við lögreglumanninn að ég væri 99 prósent viss um að í þessum gögnum væri hægt að finna sönnun fyrir brotum gegn mér líka. Hann sagði mér þá strax að það væri möguleiki á því að gögnin væru týnd eða skemmd,“ segir Anna Katrín.Málið er ekki fyrnt og Anna Katrín segist miður sín yfir því að gögnunum hafi verið eytt.Að sögn Önnu Katrínar er einnig að finna í gögnunum samtöl við þær stúlkur sem Robert hafði samskipti við í gegnum tölvu og myndir af þeim. „Ég tel allar líkur á því að þar hafi verið bæði samtöl sem hann átti við mig frá því ég var 14 til 17 ára og myndir sem ég hafði sent honum af mér á því tímabili,“ segir Anna Katrín. Hún hafi treyst á að þessi gögn væru til þegar hún lagði fram kæru. Það hafi verið henni mikið áfall að heyra að gögnin gætu mögulega verið týnd eða skemmd. „Það er enn meira áfall fyrir mig að fá það staðfest að gögnunum hafði verið eytt og engin haldbær ástæða gefin fyrir því nema að það sé svo langt síðan dæmt var í málinu og að í gögnunum gætu verið viðkvæmar upplýsingar um aðra þar sem Robert var lögfræðingur. Ég er miður mín og trúi því ekki að þetta sé í lagi. Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn? Málið er ekki fyrnt. Það eru þrettán ár síðan hann braut á mér. Það er fáránlegt að áður en fyrningarfrestur er runninn út sé gögnum í málinu eytt,“ segir Anna Katrín. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru kynferðisbrot Roberts Downey í upphafi rannsökuð af lögreglunni í Keflavík – nú lögreglunni á Suðurnesjum – á sínum tíma . Tímabilið sem um ræðir eru árin 2001 til 2004. Réttargæslumanni Önnu Katrínar, Steinunni Guðbjartsdóttur hrl., kemur á óvart að umræddum gögnum hafi verið eytt. Skýra þurfi ástæðu þeirrar ákvörðunar og heimild fyrir eyðingu gagnanna á þeim tíma sem um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent