„Þetta er kerfisstjórn“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2017 20:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að „pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. Þetta sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra nú í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina ekki vera ríkisstjórn stórra ákvarðana og sömuleiðis sé hún ekki umbótastjórn. „Þetta er kerfisstjórn,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. „En réttlætingin er sú að kalla þetta stöðugleikastjórn sem vilji ekki takast á við stór pólitísk álitamál. Hún ætlar að útdeila peningum í núverandi kerfi og láta svo kerfið um að stjórna.“ Sigmundur byrjaði ræðu sína á því að hrósa Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sérstaklega fyrir að hafa unnið mikið þrekvirki. Henni hafi tekist að beygja bakland eigin flokks til að starfa með Sjálfstæðisflokknum og það væri mikið þrekvirki. Þá notaði hann tækifærið einnig til þess að skjóta á sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn. „Það er óþarfi að hrósa ráðherranum sérstaklega fyrir að ná þriðja flokknum með enda hafði hann, eins og ráðherrann vissi, auglýst sig á brunaútsölu frá því eftir þar síðustu kosningar.“ Þá sagði hann að Framsóknarflokkurinn virtist ekki hafa fengið nein af sínum sérstöku kosningamálum inn í stjórnarsáttmálann. Sömu sögu væri að segja af Sjálfstæðisflokknum.Sendi Sigurði og Bjarna tóninn Sigmundur sagði þá Sigurð Inga og Bjarna Benediktsson, formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, telja sjálfa sig best fallna til þess að tryggja pólitískan stöðugleika hér á landi. Þrátt fyrir að þeir hefðu áður setið í ríkisstjórn með þrettán þingmanna meirihluta og gefist upp á henni. „Stjórn sem hafði skilað mesta og hraðasta efnahagslega viðsnúningi sem sést hefur. Stjórn sem var að vinna að gríðarlega stórum hagsmunamálum þjóðarinnar. Þegar þeir gáfust upp.“ Þar var Sigmundur að rifja upp þegar ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var slitið í kjölfar þess að í ljós kom að fjölskylda Sigmundar, sem þá var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti eigur í skattaskjóli. „Við skulum rifja upp fyrir hverjum þeir félagar gáfust upp. Þeir gáfust upp fyrir nákvæmlega sömu vinstri græningjum og þeir liggja nú flatir fyrir í stjórnarsamstarfi.“Það þarf að róa Sigmundur sagði einnig að á næstunni myndum við eflaust „heyra áframhaldandi frasaflóð til að réttlæta tilvist þessarar ríkisstjórnar“. Stjórnmál ættu þó ekki bara að snúast um að segja hluti sem hljómi vel og eftirláta kerfi rekstur samfélagsins. Stjórnmál snerust um að stjórna. „Að þora að taka ákvarðanir, leggja sig undir og taka afleiðingunum og gera þetta allt sem fulltrúi kjósenda en ekki sem eigandi vinstrafylgis eða hægrafylgis. Það dugar ekki að sitja bara kyrr til að forðast að rugga bátnum. Það þarf líka að róa. Það þarf að taka ákvarðanir.“ Að lokum óskaði Sigmundur ríkisstjórninni velfarnaðar í því að taka stórar ákvarðanir sem nýtast munu samfélaginu vel og að taka leiðsögn og ábendingum um hvernig gera mætti hlutina betur.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, flytur stefnuræðu sína. 14. desember 2017 19:00
Ríkisstjórnin fullkomlega samstíga í varðstöðu um sérhagsmuni og afturhald Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að breidd ríkisstjórnarsamstarfsins sé stórlega orðum ofaukin. 14. desember 2017 20:15
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00