Fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn vill umfram allt bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira