Sigmundur Davíð segir Katrínu vilja fé til að fylgjast með öðrum ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Framlög til forsætisráðuneytisins hækka um fimmtíu prósent í fjárlagafrumvarpinu. Formaður Miðflokksins segir að þetta sé gert til að forsætisráðherra geti haft eftirlit með öðrum ráðherrum. Forsætisráðherra segir fjármunina hins vegar fara til fjölmargra verkefna. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athygli á að framlög til forsætisráðuneytisins hækkuðu um fimmtíu prósent milli ára. Hefði hann aldrei séð slíka hækkun til ráðuneytisins. „Stór hluti af aukningunni er nýtt 105 milljóna króna framlag sem á að nota í forsætisráðuneytinu til að hafa eftirlit með ráðherrum í ríkisstjórninni. Samræma aðgerðir og passa upp á að þeir fylgi réttri stefnu. Fyrir þessa upphæð gæti forsætisráðherra ráðið tíu manns til að hafa eftirlit með ráðherrunum. Einn eftirlitsmann fyrir hvern ráðherra. Hundrað og fimm milljónir á ári í að passa upp á að stefna Vinstri grænna verði framfylgt,“ sagði Sigmundur Davíð. „Nei það er nú ekki svo gott að það sé þannig. Þessi fjárhæð sem um ræðir skiptist niður á nokkra þætti. Þar á meðal eru ný verkefni sem ég hyggst vinna að sem forsætisráðherra,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í viðtali við fréttastofu í dag. Þetta væru t.d. verkefni sem tengist vinnumarkaðnum en það hafi skort á fullnægjandi vinnumarkaðs- og launatölfræði sem þurfi að bæta úr og gæti greitt fyrir samtali stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Þá þurfi að greiða fyrir ritara nýstofnaðs Þjóðaröryggisráðs sem heyri undir ráðuneytið og kostnað við störf peningastefnunefndar sem ljúki störfum seinna en áætlað hafi verið. „En síðan að sjálfsögðu eru þarna fjármunir sem ætlað er að fylgja sérstaklega eftir verkefnum í stjórnarsáttmála og tryggja betur samræmi á milli ráðuneyta. Þannig að þegar allt þetta kemur saman má sjá að þetta dreifist víða,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald heldur fer hver ráðherra alfarið með forræði í sínum málaflokkum.Er þetta kannski líka tilraun nýs forsætisráðherra til að auka völd forsætisráðherrans og koma á fjölskipuðu stjórnvaldi?„Ég kem náttúrlega ekki á fjölskipuðu stjórnvaldi eins og sér. En ég leyni því ekki að ég hef talið það bæði af reynslu minni sem ráðherra í ríkisstjórn og líka sem almennur þingmaður í mörg ár, að ráðuneytin gætu unnið miklu betur saman. Það eru margir málaflokkar sem skarast á milli ráðuneyta. Ég get nefnt jafnréttismálin, umhverfis- og loftlagsmál og fleiri málaflokka. Þar sem miklu meiri þörf er á að ráðuneyti vinni betur saman. Við erum með mörg mál sem hreinlega festast í kerfinu af því að það skortir á samráð innan kerfisins,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira