Fótbolti

Sjáðu þrennu Alfreðs sem bjargaði stigi fyrir Augsburg | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði öll þrjú mörk Augsburg í 3-3 jafntefli gegn Freiburg í dag en seinni mörkin tvö komu í uppbótartíma og gáfu liðinu eitt stig.

Alfreð var ekki lengi að láta til sín taka en hann kom heimamönnum yfir á 1. mínútu er hann fylgdi eftir frákastinu frá eigin skoti.

Gestirnir frá Freiburg svöruðu með þremur mörkum en Alfreði tókst að minnka muninn með snyrtilegum skalla á 91. mínútu leiksins.

Það virtist lítið valda leikmönnum Freiburg áhyggjum þar sem hann var aftur aleinn í teignum þegar hann skallaði jöfnunarmarkið í netið aðeins tveimur mínútum síðar.

Með þrennuni komst Alfreð einn upp í 3. sætið í baráttunni við gullskóinn en hann er aðeins marki á eftir Pierre-Emerick Aubameyang í 2. sæti.

Báðir eru þeir svo að eltast við pólska framherjann Robert Lewandowski sem er kominn með 15. mörk.


Tengdar fréttir

Alfreð lék eftir afrek Miroslav Klose í dag

Með fyrsta marki sínu í leiknum í dag varð Alfreð fyrsti maðurinn sem skorar tvisvar á sama tímabili á fyrstu mínútu síðan Klose tókst það með Werder Bremen fyrir tólf árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×