Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigrum Liverpool og United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Salah fagnar marki sínu í gær.
Salah fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Liverpool minnti á sig með sannfærandi sigri á Bournemouth á útivelli, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess að halda hreinu spilaði liðið frábæran sóknarleik þar sem Roberto Firmino, Mo Salah og Philippe Coutinho komust allir á blað auk varnarmannsins Dejan Lovren.

Þá vann Manchester United sigur á West Brom, 2-1, með mörkum Romelu Lukaku og Jese Lingard í fyrri hálfleik.

Liverpool endurheimti fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er þó átján stigum á eftir toppliði Manchester City.

United er hins vegar í aðeins betri stöðu en liðið er með 41 stig í öðru sæti, níu stigum á eftir City.

Sjáðu samantektir úr leikjunum tveimur hér fyrir neðan en umfeðrinni lýkur í kvöld með viðureign Swansea og Everton klukkan 20.00, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

West Brom - Manchester United 1-2
Bournemouth - Liverpool 0-4
Sunday Roundup

Tengdar fréttir

Lukaku skoraði í sigri á WBA

WBA og Manchester United mættust í fyrri leik dagsins í enska boltanum í dag þar sem United fór með sigur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×