Enski boltinn

Sjáðu mark Gylfa, ótrúleg tilþrif De Gea og mörkin fimm hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og var nóg um að vera. Gylfi Þór Sigurðsson var í eldlínunni og kom Everton á bragðið í 2-0 sigri á Huddersfield en þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn Sam Allardyce.

Gylfi var í byrjunarliði Everton og hefur nú skorað í tveimur af síðustu þremur leikjum liðsins.

David De Gea sýndi allar sínu bestu hliðar þegar Manchester United vann 3-1 sigur á Arsenal í stórleik gærdagsins og þá skoraði Liverpool fimm mörk gegn Brighton á útivelli.

Englandsmeistarar Chelsea unnu sinn leik en Tottenham missteig sig, sem og Burnley sem mætti Leicester.

Öll helstu atvikin í leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal - Manchester United 1-3
Brighton - Liverpool 1-5
Chelsea - Newcastle 3-1
Everton - Huddersfield 2-0
Leicester - Burnley 1-0
Stoke - Swansea 2-1
Watford - Tottenham 1-1
West Brom - Crystal Palace 0-0

Tengdar fréttir

Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton tóku á móti Huddersfield í dag en liðið burstaði West Ham 4-0 í síðasta umferð og síðasta leik David Unsworth með liðið.

Hazard skoraði tvö í sigri Chelsea

Enski boltinn heldur áfram að rúlla í dag en fyrsti leikur dagsins fór fram á Stamford Bridge en þar mættust Chelsea og Newcastle.

Liverpool í fjórða sætið eftir sigur

Sex leikir hófust kl 15:00 í ensku úrvaldsdeildinni í dag en þeim var að ljúka rétt í þessu og þar á meðal viðureign Brighton og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×