Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 19:30 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang í morgun Vísir/anton brink Albanskur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og annar er særður eftir hnífaárás í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Íslendingur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist á mennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök milli þriggja manna um klukkan fimm í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram að maður hefði veist að tveimur öðrum með hnífi. Árásin átti sér stað á Austurvelli og særðust tveir menn, frá Albaníu, annar þeirra lífshættulega. Hann var með áverka meðal annars fótum, baki og kvið. Heimildir fréttastofu segja að báðir mennirnir hafi hlotið nokkrar hnífstungur og segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar að ástand annars mannsins tvísýnt. Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri en árásarmaðurinn sem sagður er íslenskur flúði af vettvangi. Vitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hans nokkru síðar í Garðabæ. Hann var vistaður í fangageymslu en ekki hefur reynst unnt að taka af honum skýrslu í dag vegna vímuástands. Grímur staðfesti að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en ákveðið verður eftir yfirheyrslur hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim grunaða. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Albanskur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og annar er særður eftir hnífaárás í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Íslendingur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist á mennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök milli þriggja manna um klukkan fimm í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram að maður hefði veist að tveimur öðrum með hnífi. Árásin átti sér stað á Austurvelli og særðust tveir menn, frá Albaníu, annar þeirra lífshættulega. Hann var með áverka meðal annars fótum, baki og kvið. Heimildir fréttastofu segja að báðir mennirnir hafi hlotið nokkrar hnífstungur og segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar að ástand annars mannsins tvísýnt. Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri en árásarmaðurinn sem sagður er íslenskur flúði af vettvangi. Vitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hans nokkru síðar í Garðabæ. Hann var vistaður í fangageymslu en ekki hefur reynst unnt að taka af honum skýrslu í dag vegna vímuástands. Grímur staðfesti að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en ákveðið verður eftir yfirheyrslur hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim grunaða.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41