„Þetta er söguríkasta hérað landsins" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2017 19:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira