Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 10:15 Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar Karlsdóttur. Vísir/GVA Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira