Störf Alþingis komin í mikla tímaþröng Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2017 12:45 Nýir þingmenn voru teknir í kennslustund um þingstörf á dögunum. Vísir/Eyþór Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng. Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þingstörf eru að lenda í æ meiri tímaþröng eftir því sem stjórnarmyndun dregst á langinn. Ósennilegt að áform um að Alþingi komi saman þriðjudaginn 5. desember gangi eftir þar sem nokkur tími fer í að gera fjárlög úr garði eftir að stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa nú staðið í um þrjár vikur. Stefnt hafði verið að því að ljúka þeim í lok þessarar viku en í gær sagði Katrín Jakobsdóttir að þeim muni ekki ljúka fyrr en um miðja næstu viku. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endann á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ sagði Katrín í gær. Ef stofnanir flokkanna sem samþykkja þurfa stjórnarsáttmála koma saman á miðvikudag og samþykkja allan sáttmálann þurfa flokkarnir síðan allir að boða til þingflokksfunda og eftir það kynna stjórnarsáttmálann opinberlega. Ný ríkisstjórn gæti því í fyrsta lagi tekið við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seint á fimmtudag eða snemma á föstudag í næstu viku. Það þýðir að aðeins ein helgi væri til að klára fjárlagagerðina og samþykkja nýtt fjárlagafrumvarp í ríkisstjórn. Þaðan yrði það síðan að fara til þingflokka væntanlegra stjórnarflokka til afgreiðslu og síðan færi það í prentun. Þingsköp gera ráð fyrir að fjárlagafrumvarp sé lagt fram og kynnt í upphafi þings og miðað við þennan feril allan þyrfti fólk að hafa mjög hraðar hendur ef þing ætti að koma saman eftir ellefu daga, hinn 5. desember. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu í morgun að hann reiknaði með að heyra frá formönnum flokkanna síðar í dag varðandi hugmyndir þeirra um þingstörfin. Hann muni síðan funda með formönnum allra þingflokka eftir helgina. Venjulega eru fjárlög afgreidd á tæpum fjórum mánuðum á Alþingi, en nú, annað árið í röð, stefnir í að frumvarpið verði afgreitt á innan við mánuði. Hinn 5. desember eru einungis þrjár vikur til jóla. Þá var gert samkomulag milli flokkanna við lok síðasta kjörtímabils í október, að frumvarp um persónulega notendatengda aðstoð, NPA, verði afgreitt fyrir áramót. Það er því ljóst að Alþingi er nú þegar komið í mikla tímaþröng.
Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira