Titringur innan nýju stjórnarflokkanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. nóvember 2017 04:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hafði verið afskrifaður af flestum við lagninu ráðherrakapals. Valið virðist standa á milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar. vísir/eyþór Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Taugatitringur einkennir lokametra stjórnarmyndunarviðræðnanna. Enn liggur ekki fyrir hvort Vinstri græn hafa níu eða ellefu þingmenn, en Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson taka afstöðu til samstarfsins á flokksráðsfundi í dag. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sem lengst af hefur verið talinn í mestri hættu á að hverfa úr ríkisstjórn, berst nú fyrir lífi sínu á ráðherrastóli. Baráttan um síðasta lausa ráðherrastól Sjálfstæðisflokksins er einkum milli hans og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra, en aðrir sitjandi ráðherrar verða áfram í ríkisstjórn samkvæmt heimildum. Þótt erfitt geti reynst fyrir Bjarna að ganga fram hjá Kristjáni Þór sem hafur lengsta reynslu sem ráðherra og er fyrsti þingmaður síns kjördæmis, er Jón Gunnarsson sagður hafa verið mjög duglegur ráðherra í samanburði við Kristján Þór sem lagði ekkert frumvarp fram í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þótt samið hafi verið um verkaskiptingu milli flokkanna eru breytingar þar að lútandi ekki útilokaðar allt fram á síðustu stundu, en formenn flokkanna ræddu við þingflokka sína í dag um ráðherraefni og mögulegt er að þau samtöl hafi áhrif á hvaða ráðuneyti flokkarnir fá. Þó mun liggja fyrir að Lilja Alfreðsdóttir verður menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkisráðuneytinu og Sigríður Andersen verður með dómsmálin. Líkt og greint hefur verið frá verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, Bjarni Benediktsson verður með fjármálin og Steingrímur J. Sigfússon verður forseti Alþingis. Fjölmiðlaumfjöllun hefur sett töluvert mark á viðræðurnar allt frá upphafi þeirra. Mikillar tortryggni gætir innan allra flokkanna, ekki síst Vinstri grænna, eftir að einstök atriði úr málefnasamningi láku til fjölmiðla í gær, þar á meðal um stofnun stöðugleikasjóðs, hvítbók um endurskipulagningu fjármálakerfisins og hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósent en fjallað er um áhrif hækkunarinnar í Markaðinum í dag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45 Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Vill sem minnst segja um frétt af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Kjarninn fullyrðir að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður samkvæmt stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. 28. nóvember 2017 17:45
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30