Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:49 Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Vísir/GVA „Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21