Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Haraldur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir að fyrirtækið muni fara fram á skaðabætur. Lögreglurannsókn er á lokastigi. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent