Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2017 19:45 Foreldrar sextán ára stúlku gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið þar sem þau búa en þau segja dóttur sína hafa orðið fyrir grófu ofbeldi um margra ára skeið sem ekki hafi verið tekið á. Stúlkan upplifir höfnun og útskúfun og vegna vanlíðunar reyndi hún að taka eigið líf. Forsaga málsins er sú að árið 2009 fluttu Sigrún Birna Árnadóttir og Almar Eggertsson heim til Íslands með fjölskyldu sína eftir búsettu í Danmörku og settust þau að á Húsavík. Dóttir þeirra er með ADHD greiningu sem auðveldlega gekk að vinna með í Danmörku og þegar heim var komið að skólayfirvöldum í Borgarhólsskóla á Húsavík gert viðvart þegar stúlkan hóf þar nám í þriðja bekk. Sett var saman teymi í skólanum og átti að vinna með dóttur þeirra en fljótlega fór stúlkan að lenda í félagslegum vandræðum. Almar segir að í fyrstu hafi samvinna þeirra við skólayfirvöld og félagsþjónustuna á staðnum gengið eins og í sögu en árin hafi liðið án þess að félagslegar aðstæður dóttur þeirra löguðust. „Þegar árin líða man maður ekkert ártöl eða þannig en þá er þetta komið út í greinilegt einelti,“ segir Almar Eggertsson, farið stelpunnar. Sjá einnig: Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sigrún og Almar segjast oftar en ekki hafa þurft að sækja hjálpina handa dóttur sinni en oft staðið sig að því að vera meðvirk í því sem var sagt um hegðun dóttur þeirra. „Mér fannst alltaf einhvern veginn...okei, þetta er þá henni að kenna. En einhvern veginn fannst manni aldrei gerast neitt. Þetta bara viðgengst og það er svo erfitt. Maður gefst upp,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stelpunnar, þegar hún hugsar til baka.Almar og Sigrún gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að dóttur þeirra hafi ekki verið gefinn séns og segja að ásökunum um einelti hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi sett saman teymisvinnu eftir að foreldrarnir hafi sett af stað eineltismál. „Það grófasta sem ég hef heyrt, það eru þessi ljótu orð; Þú ert heilalaus, þú ert skrítin og barnaleg,“ segir Sigrún. Að sögn foreldranna skánuðu félagslegar aðstæður stúlkunnar þegar hún var tekin úr skólanum og sett í annan skóla utan sveitarfélagsins þar sem hún lauk grunnskólagöngu. Hunsunin og þöggunin hafði þó haldið áfram innan samfélagsins á Húsavík og í síðustu viku hafi vanlíðan stelpunnar verið orðin það mikil að hún hafi reynt að taka eigið líf. „Ég sprakk eitt kvöld þegar dóttir mín var að koma heim af sjúkrahúsinu eftir að hún reyndi sjálfsmorð. Þegar hún fær að heyra af hverju henni hafi ekki tekist að drepast. Hún kom hérna inn og öskraði af hverju þetta hafi þetta ekki tekist og hafi fengið að heyra það út í bæ,“ segir Sigrún Birna. Eftir þetta ákvað Sigrún að segja frá málum dóttur sinnar opinberlega og óskaði eftir aðstoð frá samfélaginu. Móðirin segir að hún og dóttir hennar hafi orðið fyrir aðkasti eftir að hún setti grein um eineltið á Facebook og fjallaði hafði verið um málið á Vísi. „Þetta er ekki það sem ég vildi. Það sem ég vildi er bara að við gætum hjálpast að sem samfélag. Dóttir mín er áður búin að reyna, eða skrifa bréf og vill ekki lifa. Þú veist sem móðir, þá vildi ég bara fá hjálp. Ef það er einhver sjens.“Lengra viðtal við Almar og Sigrúnu Birnu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira
Foreldrar sextán ára stúlku gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið þar sem þau búa en þau segja dóttur sína hafa orðið fyrir grófu ofbeldi um margra ára skeið sem ekki hafi verið tekið á. Stúlkan upplifir höfnun og útskúfun og vegna vanlíðunar reyndi hún að taka eigið líf. Forsaga málsins er sú að árið 2009 fluttu Sigrún Birna Árnadóttir og Almar Eggertsson heim til Íslands með fjölskyldu sína eftir búsettu í Danmörku og settust þau að á Húsavík. Dóttir þeirra er með ADHD greiningu sem auðveldlega gekk að vinna með í Danmörku og þegar heim var komið að skólayfirvöldum í Borgarhólsskóla á Húsavík gert viðvart þegar stúlkan hóf þar nám í þriðja bekk. Sett var saman teymi í skólanum og átti að vinna með dóttur þeirra en fljótlega fór stúlkan að lenda í félagslegum vandræðum. Almar segir að í fyrstu hafi samvinna þeirra við skólayfirvöld og félagsþjónustuna á staðnum gengið eins og í sögu en árin hafi liðið án þess að félagslegar aðstæður dóttur þeirra löguðust. „Þegar árin líða man maður ekkert ártöl eða þannig en þá er þetta komið út í greinilegt einelti,“ segir Almar Eggertsson, farið stelpunnar. Sjá einnig: Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sigrún og Almar segjast oftar en ekki hafa þurft að sækja hjálpina handa dóttur sinni en oft staðið sig að því að vera meðvirk í því sem var sagt um hegðun dóttur þeirra. „Mér fannst alltaf einhvern veginn...okei, þetta er þá henni að kenna. En einhvern veginn fannst manni aldrei gerast neitt. Þetta bara viðgengst og það er svo erfitt. Maður gefst upp,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stelpunnar, þegar hún hugsar til baka.Almar og Sigrún gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að dóttur þeirra hafi ekki verið gefinn séns og segja að ásökunum um einelti hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi sett saman teymisvinnu eftir að foreldrarnir hafi sett af stað eineltismál. „Það grófasta sem ég hef heyrt, það eru þessi ljótu orð; Þú ert heilalaus, þú ert skrítin og barnaleg,“ segir Sigrún. Að sögn foreldranna skánuðu félagslegar aðstæður stúlkunnar þegar hún var tekin úr skólanum og sett í annan skóla utan sveitarfélagsins þar sem hún lauk grunnskólagöngu. Hunsunin og þöggunin hafði þó haldið áfram innan samfélagsins á Húsavík og í síðustu viku hafi vanlíðan stelpunnar verið orðin það mikil að hún hafi reynt að taka eigið líf. „Ég sprakk eitt kvöld þegar dóttir mín var að koma heim af sjúkrahúsinu eftir að hún reyndi sjálfsmorð. Þegar hún fær að heyra af hverju henni hafi ekki tekist að drepast. Hún kom hérna inn og öskraði af hverju þetta hafi þetta ekki tekist og hafi fengið að heyra það út í bæ,“ segir Sigrún Birna. Eftir þetta ákvað Sigrún að segja frá málum dóttur sinnar opinberlega og óskaði eftir aðstoð frá samfélaginu. Móðirin segir að hún og dóttir hennar hafi orðið fyrir aðkasti eftir að hún setti grein um eineltið á Facebook og fjallaði hafði verið um málið á Vísi. „Þetta er ekki það sem ég vildi. Það sem ég vildi er bara að við gætum hjálpast að sem samfélag. Dóttir mín er áður búin að reyna, eða skrifa bréf og vill ekki lifa. Þú veist sem móðir, þá vildi ég bara fá hjálp. Ef það er einhver sjens.“Lengra viðtal við Almar og Sigrúnu Birnu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Sjá meira