„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2017 19:15 Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira