„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2017 19:15 Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira