Eiður Smári: EM að þakka að ég enda ekki sem gamall og bitur maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen þakkar fyrir leik á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen endaði ferilinn sinn í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og hann er þakklátur fyrir það að hafa fengið að taka þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu. Eiður Smári ræddi afrek íslenska karlalandsliðsins að komast inn á HM í Rússlandi við blaðmanninn Ashley Hammond hjá Flóafréttum, Gulfnews International. Íslensku strákarnir náðu að fylgja eftir sögulegum árangri á EM með því að halda áfram að endurskrifa íslenska knattspyrnusögu. Ashley Hammond byrjar viðtalið á því að segja frá því að Eiður Smári hafi skorað 26 mörk í 88 landsleikjum frá 1996 til 2016 en að landsliðið hafi aðeins byrjað að komast inn á stórmót þegar komið var að því hjá honum að leggja skóna á hilluna. Eiður Smári var hinsvegar með íslenska landsliðinu á fyrsta stórmótinu á EM í Frakklandi sumarið 2016 þar sem hann kom inná sem varamaður í jafnteflinu á móti Ungverjalandi og í leiknum á móti Frakklandi í átta liða úrslitunum. „Evrópumótið hjálpaði mér svo sannarlega,“ sagði Eiður Smári þar sem hann hitti blaðamann Flóafrétta á hóteli í Dúbæ þar sem hann er að kenna við Football Escapes knattspyrnuskólann. „Ég spilaði bara tvo leiki og aðeins í tíu til fimmtán mínútur en það var nóg til að gefa mér fyllingu og upplifa draum sem ég hafði átt frá því að ég var strákur,“ sagði Eiður Smári. „Nú er auðveldara fyrir mig að sjá þá fara inn á HM án þess að ég fái að vera með. Ef ég hefði ekki farið með á EM þá værir þú líklega að horfa á bitran gamlan mann,“ sagði Eiður Smári sem segir að skrokkurinn sé búinn að setja stopp. „Ég mun vilja spila fótbolta þar til að ég dey en líkamlega þá get ég það ekki lengur,“ sagði Eiður Smári. Hann veit að hann átti sinn þátt í þessu öllu saman ekki síst sem sterk fyrirmynd fyrir þá stráka sem eru í aðalhlutverki í íslenska landsliðinu í dag. Það má lesa allt viðtalið við Eið Smára með því að smella hér.Eiður Smári var nálægt því að skora í Ungverjaleiknum.Vísir/GettyEiður Smári að koma inn á í fyrsta sinn á stórmóti.Vísir/GettyEiður Smári kemur inn á fyrir Kolbein Sigþórsson í leiknum á móti Ungverjalandi á EM 2016.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira