Yngri kjósendur kjósa utan kjörfundar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 19:00 Kjósendur í Smáralind í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra. Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir alþingiskosningarnar á síðasta ári. Sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið erfitt á stundum að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjist áður en yfirkjörstjórnir í kjördæmum samþykkja lista og flokka fyrir alþingiskosningar. Töluvert annríki var hjá fulltrúum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Smáralind í dag þegar fréttastofu bar að en fjöldi fólks var á svæðinu að greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir komandi alþingiskosningar. „Síðasta vikan er ansi mikil traffík. Það eru fleiri búnir að kjósa núna heldur en fyrir ári síðan á sama tíma,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Á landinu öllu voru 14.102 kosið utan kjörfundar um miðjan dag í dag og þar af höfðu 12.784 þeirra mætt til sýslumanns til þess að greiða atkvæði frá því utankjörfundarkosning hófst. 9121 hafði greitt atkvæði utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í dag samanborið við 8675 í kosningunum í fyrra. Í fyrsta skipti fer atkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningar í verslunarmiðstöð en það gæti haft áhrif á kjörsóknina. „Við höfum svo sem ekki skýringu á þessum mismun en er þó nokkur en hluti af því gæti verið það já og okkur finnst við aðeins sjá yngra fólk núna já.“ segir Bergþóra. Bergþóra segði það hafa skapað vandræði að utan kjörfundar kosning hefjist í áður er kjörstjórnir staðfesta lista og flokka sem bjóða fram í kosningunum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 20. september síðastliðinn og þá ekki ljóst hverjir myndu bjóða fram. „Alltaf í upphafi eru vandræði vegna þess að listarnir eru ekki til. Þeir eru ekki til fyrr en hálfum mánuði fyrir kjördag,“ segir Bergþóra. Þá segir Bergþóra það koma fólki á óvart hversu mikil skriffinnska er við utankjörfundarkosningu. Ýmsar spurningar vakna sem fulltrúar sýslumannsins reyna að svara til dæmis eins og í hvaða kjördæmi atkvæði kjósanda er gilt sé hann með lögheimili utan Íslands. „Það miðast við við síðasta heimilisfang á Íslandi nema í Reykjavík. Þá er það þannig að í Reykjavík Suður er það þeir sem eru fæddir fyrsta til fimmtánda hvers mánaðar en í Reykjavík Norður er það frá sextánda og til þrítugasta og fyrsta,“ segir Bergþóra.
Tengdar fréttir Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum lagði upp í um 400 kílómetra akstur auk bátsferðar með Baldri svo eyjarskeggjar gætu kosið til Alþingis. Ferjan beið á meðan kosið var í eynni. 23. október 2017 06:00