Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2017 19:00 Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar.
Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53