Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá FH.
Karólína þykir mikið efni en þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul hefur hún leikið 29 leiki fyrir FH í Pepsi-deildinni.
Karólína lék 15 leiki og skoraði tvö mörk í sumar og hjálpaði FH að setja stigamet hjá félaginu í efstu deild. FH-ingar fengu 23 stig og enduðu í 6. sæti Pepsi-deildarinnar.
Karólína hefur leikið 20 leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað fimm mörk.
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, tveimur stigum á eftir meisturum Þórs/KA.
Ein sú efnilegasta til Breiðabliks
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
