Matvöruverslunin Víðir til sölu Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 08:00 Fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni 2011. Vísir/Ernir Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira