Telja fasteignafélögin undirverðlögð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Greiningardeildin segir að dagleg velta H&M fyrstu dagana í Smáralind hafi verið um 28 milljónir króna. vísir/andri Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Greiningardeild Arion banka mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf í skráðu fasteignafélögunum þremur, Eik, Regin og Reitum. Greiningardeildin birti ný virðismöt fyrir fasteignafélögin í síðustu viku, en þau eru á bilinu 9 til 14 prósentum yfir dagslokagengi hlutabréfa félaganna í gær. Greiningardeildin metur virði hvers hlutar í Eik á 11,7 krónur á hlut. Lækkaði virðismatsgengið um 1,6 krónur á hlut frá síðasta mati, en það má að mestu rekja til breytinga í ytra umhverfi. Þannig hafi fasteignamat hækkað umfram væntingar og ávöxtunarkrafa auk þess rokið upp. Bent er á að leigustarfsemi félagsins hafi verið stöðug og útleiguhlutfallið sterkt. Hins vegar hafi tekið að halla undan fæti í hótelrekstri félagsins, en Eik á og rekur Hótel 1919. Greiningardeildin tekur fram að stjórnendur fasteignafélagsins hafi lækkað afkomuspá sína fyrir hótelreksturinn á yfirstandandi rekstrarári. Sérfræðingar Arion banka meta virði hvers hlutar í Regin á 28,7 krónur á hlut. Til samanburðar var virðismatsgengið 27,4 krónur á hlut í síðasta virðismati í mars . Segjast sérfræðingar bankans sjá fram á mikil tækifæri á næstu árum vegna fyrirhugaðra fjárfestinga, meðal annars á Hafnartorgi. Auk þess er bent á að mikil velta í nýrri verslun fatakeðjunnar H&M í Smáralind, sem og aukin aðsókn í verslunarmiðstöðina, hljóti að teljast góð tíðindi. Er til dæmis tekið fram að dagleg velta fyrstu sex daga H&M í Smáralind hafi numið um 28 milljónum króna. Þá metur greiningardeildin virði hvers hlutar í Reitum 100,8 krónur. Lækkar verðmatið um 3,9 krónur á hlut frá síðasta mati í lok júlí. Uppgjör félagsins á öðrum fjórðungi var í takt við væntingar greiningardeildarinnar og kallaði ekki á breytingar á rekstrarspá. Má rekja lækkun á virðismatinu einkum til breytinga í ytra umhverfi félagsins, svo sem hærri ávöxtunarkröfu, verðbólguálags og lægri verðbólgu en áður var gert ráð fyrir. Greiningardeildin bendir á að rekstrarspá stjórnenda taki mið af óbreyttu eignasafni, en hins vegar standi til að stækka safnið um átta til tíu milljarða króna á seinni helmingi ársins. Telur hún félagið vel í stakk búið til að ráða við slíka fjárfestingu. Til að mynda hafi handbært fé safnast upp á undanförnum mánuðum og verið um 5.387 milljónir króna í lok annars ársfjórðungs.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira