Þrír Mosfellsbæir á leið í framkvæmd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 13:30 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundi um uppbyggingu í Reykjavík í morgun. Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur. Skipulag Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Alls eru 3.100 íbúðir á byggingarsvæðum í Reykjavík á framkvæmdastigi og samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um 4.300 íbúðir til viðbótar. Þetta kom fram á kynningarfundi um uppbyggingu í Reykjavík sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Í uppfærði áætlun yfir uppbyggingarsvæði í Reykjavík fyrir haustið 2017 eru taldar til 19.252 íbúðir sem eru allt frá því að vera á framkvæmdastigi og niður í að vera í skoðun á þróunarsvæðum. Flestar íbúðirnar eru litlar og meðalstórar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vonast til þess að íbúðirnar komist sem fyrst á markað. „Hvað byggingariðnaðurinn ræður við á hverju ári mun á endanum ráða hraðanum en ég leyni því ekkert að ég er mjög áfram um að þetta komist sem flest og sem hraðast til framkvæmda," segir Dagur. Hann segir stóru tíðindin vera að hluti íbúða á framkvæmdastigi hefur aukist. „Núna eru þegar 3.100 íbúðir komnar á framkvæmdastig, það eru 4.000 íbúðir sem liggja fyrir í staðfestu skipulagi. Aðrar 3.000 eru í skipulagsferli. Til þess að skilja þessar tölur að þá eru í heildina 1.711 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi og undir 4.000 í Mosfellsbæ. Það eru í raun þrír Mosfellsbæir sem eru á leið í framkvæmd á næstu árum," segir Dagur. Hann segir áform félaga sem ekki eru að byggja í hagnaðarskyni vera á mjög stórum skala. „Við stefndum að því að 2.500 til 3.000 slíkar íbúðir kæmust í gang á þremur til fimm árum en núna eru staðfest áform um yfir 4.000 og við erum að stefna að því að þessi áform verði að veruleika eins hratt og nokkur er kostur," segir Dagur. Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, sagði í kosningaspjalli Vísis í vikunni, að Sjálfstæðismenn hefðu tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæða í Reykjavík þar sem þeir vildu ekki tala við Dag, sem er borgarstjóri Samfylkingar. Aðspurður um þetta segist Dagur hafa reynt að ræða við ríkið um tilteknar lóðir frá árinu 2013. Samningar hafi þó ekki tekist fyrr en 2017. „Af einhverjum ástæðum var ekkert sem gerðist frá 2013 til 2017. Þá koma nýir ráðherrar og þá náum við samkomulagi fljótt og vel," segir Dagur.
Skipulag Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira