Lögbann lagt á störf Loga Bergmann hjá Árvakri og Símanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 15:01 Logi Bergmann hóf störf hjá Stöð 2 árið 2005. Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Lögbann hefur verið lagt á störf Loga Bergmann Eiðssonar hjá Árvakri og Símanum en 365 gerði kröfu um að lögbann yrði sett á vinnu hans hjá fyrirtækjunum þar sem 365 telur Loga brjóta gegn ráðningarsamningi sínum við fyrirtækið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá 365 en tilkynnt var um að Logi hefði hafið störf hjá Árvakri og Símanum í Morgunblaðinu þann 11. október síðastliðinn. Í tilkynningu 365 segir að Logi hafi sagt upp störfum tveimur dögum fyrr eða þann 9. október síðastliðinn. Sama dag fékk fyrirtækið vitneskju um að Logi hefði ráðið sig til starfa hjá Árvakri en tilkynningu 365 má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Mánudaginn 9. október síðastliðinn sagði Logi Bergmann Eiðsson upp störfum hjá 365. Sama dag barst 365 sú vitneskja að Logi Bergmann hefði ráðið sig fyrir uppsögnina til starfa hjá Árvakri hf. og Sjónvarpi Símans hf. Um það var tilkynnt með frétt í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn. Með þessu braut Logi freklega gegn skyldum sínum á grundvelli ráðningarsamnings við 365, sem kveður á um 12 mánaða uppsagnarfrest og 12 mánaða samkeppnisbann að honum loknum. 365 var því nauðugur sá kostur að krefjast þess hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á störf Loga Bergmanns hjá þessum aðilum. Af tillitsemi við Loga var krafa 365 sú að lögbanninu yrði afmarkaður tími til næstu 12 mánaða í stað 24 mánaða, eins og 365 hefði getað gert kröfu um á grundvelli starfssamnings Loga Bergmanns. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur nú fallist á kröfu 365 og sett lögbann á störf Loga Bergmanns hjá Árvakri og Símanum til 31. október 2018. 365 mun í framhaldinu höfða staðfestingarmál á hendur Loga Bergmanni, eins og lög gera ráð fyrir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Logi segir skilið við 365 Logi Bergmann Eiðsson rær á ný fjölmiðlamið. 11. október 2017 06:38 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira