Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. Stofnunin ætlar að krefjast lögbanns á gjaldtökunni og dagsekta, en umráðamenn svæðisins ætla hins vegar að halda gjaldtökunni til streitu. Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem leigja land í hluta landsins Hraunás gengt Hraunfossum hófu gjaldtöku á bílastæði við fossana á föstudag. Gjaldið sem er innheimt er á bilinu 1500-6000 krónur allt eftir stærð þeirra bíla sem þar leggja. Ákvörðunin er tekin í andstöðu nágranna og yfirvalda og kallaði Umhverfisstofnun til lögreglu og Vegagerðina á föstudag og í gær til þess að koma í fyrir gjaldtökuna. „Umhverfisstofnun telur þetta vera ólöglegt, ganga í berhögg við lög um náttúruvernd,“ segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Fyrr í sumar ætluðu forsvarsmenn H-fossa að hefja gjaldtöku en frestuðu henni þar sem Umhverfisstofnun hugðist leggja fimmhundruð þúsund króna dagsektir á gjaldtökuna. Í dag telja þeir hins vegar Umhverfisstofnun ekki hafa lögsögu yfir þessu svæði því er stofnunin ósammála. Lögreglan hefur hefur enn ekki hlutaðist ekki til um þá gjaldtökuna. „Stofnunin getur farið í þvingunaraðgerðir gagnvart landeigendum þrátt fyrir að lögreglan aðhafist ekki neitt og hún verður bara að svara sjálf fyrir það af hverju hún kýs svo að aðhafast ekki. En við teljum að þarna sé um skýrt brot á lögum um náttúruvernd að ræða,“ segir Ólafur.Íhuga að fara fram á lögbann Talskona H-fossa sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að umráðamenn landsins hygðist nýta þá fjármuni sem koma af gjaldtökunni til þess að byggja upp svæðið og vernda náttúruna, „Landeigendur hafa ekki verið að sinna þessu svæði. Þeir eru bara að hefja þarna aðgerðir við að rukka, þeir eru ekki farnir að sinna þessu svæði með neinum hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að á bilinu 5-600 þúsund manns komi á svæðið á hverju ári og því geti gjaldtaka skapa töluverðar tekjur.Ætlið þið að fara fram á lögbann? „Við erum bara að skoða þau verkfæri sem við höfum í kassanum og til hvaða aðgerða er best að grípa og í hvaða röð þannig það mun allt saman koma í ljós væntanlega í byrjun vikunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06