„Fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika“ Anton Egilsson skrifar 23. september 2017 16:31 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur það fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Svandís var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt þeim Birgi Ármannssyni, Birgittu Jónsdóttur og Oddný Mjöll Harðardóttur. Meðal annars var rætt um framkvæmd mála um uppreist æru en hún hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Svandís segir framkvæmdina á veitingu uppreist æru eins og hún hefur verið hingað til ekki vera boðlega. „Við sjáum að stjórnsýslan í kringum uppreist æru er algjörlega óboðleg, hefur verið það áratugum saman og er algjörlega til skammar. Það hefur þróast með þeim hætti að þetta hefur orðið vélræn framkvæmd og það getur hver sem er verið með einhverja umsögn sem hefur ekkert innihald annað heldur en það að viðkomandi sé góður gaur.“Verið að skoða samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherraBenedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar var á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru og liggur fyrir að Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, hafi greint Bjarna frá þeim upplýsingum í júlí. Hjá nefndinni sé verið að skoða hvort samskipti dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni. „Það sem er verið að varpa ljósi á akkúrat núna eru nákvæmlega þessi samskipti milli dómsmálaráðherra og forsætisráðherra og þar hefur fókusinn beinst að lögformlegum hætti þess máls, hvort að þau samskipti hafi verið með eðlilegum hætti út frá lögfræðilegu sjónarhorni og því sem að lýtur að hlutverki ráðherranna sem embættismanna. En þessir ráðherrar eru nefnilega líka stjórnmálamenn, þeir eru líka í trúnaðarsambandi við Alþingi og við almenning í landinu og það er þar sem að þeir brugðust.“ Svandís skaut svo föstum skotum að Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og alla pólítíska umræðu í landinu að við breikkum sjóndeildarhringinn og tölum um fleiri mál . Svo vil ég bara mótmæla því hér einu sinni að það er fráleitt að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé handhafi stöðugleika í íslenskum stjórnmálum en hann hefur verið hrygglengjan í þremur síðustu ríkisstjórnum sem hafa sprungið á Íslandi.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Víglínan Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent