„Sjálfstæðisflokkurinn séð það mun svartara" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Sjálfstæðismenn á fjölmenntu á Hilton Reykjavík Nordica í hádeginu í dag þar sem helstu forrystumenn flokksins fluttu ræður. Fráfarandi forsætisráðherra og formaður flokksins, segir að ný forrysta verði ekki kosin fyrir komandi kosningar. „Við ætlum ekki að endurkjósa forrystuna þannig það kemur í hlut okkar Áslaugar Örnu að leiða. Ég hef beðið hana um að ganga í spor varaformanns ásamt því að vera ritari flokksins," segir Bjarni Benediktsson. Útlit er fyrir uppstillingu á lista í flestum kjördæmum. „Allir ætla að gefa kosta á sér. Víðast verður uppstilling en þetta er allt að skýrast," segir Bjarni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september er Vinstrihreyfingin - Grænt framboð stærsti flokkur landsins og mælist með 30% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist minni með 29% fylgi. Bjarni telur stöðuna samt sem áður galopna. „Ég tek eftir því að það er innan við helmingur sem er spurður sem tekur afstöðu þannig mér finnst staðan kannski vera galopin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú séð það mun svartara oft áður," segir hann. Bjarni útilokar ekki ekkert samstarf. „Ég hef verið reiðubúinn að starfa með öllum flokkum og reiðubúinn að gera málamiðlanir. En mér finnst að aðrir hafa verið duglegir í því að þrengja kostina," segir hann. Fráfarandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vonast til þess að hægt verði að hefja kosningabaráttuna upp á hærra plan, sérstaklega í ljósi þess að skammur tími er til stefnu. „Ég vona að við getum þá farið að ræða málefni og stjórnmál, hvað flokkar ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Mig langar að ræða það og ég vona að kosningabaráttan verði um það. En ekki á einhverju lægra plani," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Kosningabaráttan hófst hjá fleiri flokkum í dag en kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að kosið verður í efstu fjögur sætin á fundi kjördæmisráðs um næstu helgi. Flokksmenn í kjördæminu eiga atkvæðisrétt og er framboðsfrestur fram að fundinum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira