Gunnar Bragi lét þingheim heyra það: Sagði jafnmikilvægt að leysa vanda sauðfjárbænda og flóttabarna Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2017 16:24 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán „Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“ Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Hvernig stendur á því að við erum ekki hér með þessa dagskrá eitt brýnasta málið sem þarf að leysa úr í dag?,“ spurði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag og vísaði þar til þess ekki væri verið að leysa á vanda sauðfjárbænda á lokadegi Alþingis. Þrjú mál voru á dagskrá á lokadegi Alþingis fyrir kosningar. Það voru frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem miðast að því að fella ákvæði um uppreist æru úr gildi, frumvarp til breytingar á lögum sem snúa að kosningum vegna viðmiðunardags umsóknar um kosningarétt og breytingar á lögum um útlendinga. Breytingar á útlendingalögum miðast að því hvernig umsóknir barna um hæli eru afgreiddar hér á landi en Gunnar Bragi sagðist ekki taka undir með þingflokksformanni Vinstri grænna, Svandísi Svavarsdóttur, að mikilvægasta málið á þingi í dag væri að koma börnum í skjól. „Það er mikilvægt mál, en það er jafn mikilvægt að koma til móts og bjarga fjölskyldum bú- og sauðfjárbænda sem enginn hefur nefnt hér í þessum sal,“ sagði Gunnar Bragi. „Nú ranghvolfa sumir þingmenn augunum, en mig langar bara að vita; Hverjir komur í veg fyrir það að hægt var að leysa þau mál hér fyrir þinglok? Hverjir stóðu að því? Mér er sagt að það hafi verið rætt á fundi formanna að leysa þau mál en ekki hafi um það náðst samkomulag.“ Á þingflokksfundi í síðustu viku greindi Gunnar Bragi frá því að ef málefni sauðfjárbænda yrði skilin út undan tæki hann ekki þátt í að afgreiða þessi mál sem eru á dagskrá. „Því það mál sem ég nefndi hér, fjölskyldur, býli, framtíð, atvinna sauðfjárbændanna, er ekki minna mikilvægt heldur en þessi þrjú mál hér, svo því sé haldið til haga. Ég bið þingmenn að hafa það í huga.“
Alþingi Tengdar fréttir Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. 25. september 2017 20:55