RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. september 2017 06:00 RÚV hefur neitað að afhenda fréttastofu sáttina sem gerð var við Guðmund Spartakus. Neitunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísir Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37