Heimsfrægar erótískar teikningar af karlmönnum til sýnis í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2017 20:30 Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Sýning á erótískum teikningum eins frægasta listamanns Finnlands hófst í Háskólabíói í dag í tengslum við frumsýningu á kvikmynd um ævi hans á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem sett verður í kvöld. Myndir hans hneyksla suma en þær hafa verið sýndar í mörgum virtustu sýningarsölum heims. Heimir Már leit inn á sýninguna. Touko Valio Laaksonen fæddist í skamt frá Tuurku í Finnlandi árið 1920 og lést árið 1991. Hann var í finnska hernum í seinni heimsstyrjöldinni þar sem aðdáun hans á einkennisbúningum hófst. Hann varð þekktur undir listamannanafninu Tom of Finland eftir að hann flutti til Bandaríkjanna snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Þótt myndir hans hafi hneykslað suma hafa þær líka vakið aðdáun og í dag er Tom of Finland talinn með þjóðargersemum í Finnlandi þar sem myndir hans hafa meira að segja ratað á frímerki. Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og landsþekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra segir Tom of Finland hafa haft mikil áhrif á vitundarlíf homma. „Tom of Finland kom raunverulega inn í vitundarheim karla sem elska aðra karla eins og hjálparsveit í flóttamannabúðir sem eru umsetin óvinum. Hann var hungruðu fólki næring,“ segir Þorvaldur.Tom of Finland dró upp allt aðra mynd af samkynhneigðum karlmönum en ímyndin um fíngerða og jafnvel kvenlega karlmenn. Hann sýnir stóra og stælta menn og ýkir vöxt þeirra á öllum mikilvægum stöðum. „Öll góð list ýkir, leiðréttir eða lagar. Það má segja sem svo að hann sjái hina glæstu ímynd í þeim karlmönnum sem hann dregur upp,“ segir Þorvaldur. Tom hafi teiknað stælta verkamenn, skógarhöggsmenn og stælta leðurklædda mótorhjólamenn. Myndirnar á sýningunni eru eftirprentanir frá Stofnun Tom of Finland en fummyndirnar seljast á þúsundir og jafnvel tugþúsundir dollara. Kvikmynd um ævi hans verður frumsýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni á mánudag að viðstöddum sendiherra Finnlands. Þorvaldur segist með aldrinum finnast list Tom of Finland æ merkilegri. „Vegna þess að hún miðlar stolti og bligðunarleysi. Sem er mjög dýrmætt fyrir sjálfsvitund allra manna.“Það er alveg ljóst að Tom of Finland alla vega meðan hann teiknaði skammaðist sín ekki fyrir hver hann var? „Öðru nær,“ segir Þorvaldur og er greinilega skemmt.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira