Tímabilið var gert upp í lokaþætti Pepsi marka kvenna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.
Ásamt því að ræða lokaumferðina og spennuna sem henni fylgdi þá tóku umsjónarmenn þáttarins saman nokkrar skemmtilegar syrpur frá tímabilinu.
Þjálfarar og leikmenn hafa sagt ýmislegt í viðtölum í sumar og var það besta tekið saman, jafnframt sem Edda Garðarsdóttir fékk sína eigin syrpu sem og nýkrýndur Íslandsmeistari, Halldór Jón Sigurðsson.
Þá var Sandra Stephany Mayor krýnd leikmaður tímabilsins og gerð markasyrpa til heiðurs nýju Íslandsmeisturunum.
Þessar skemmtilegu samantektir má sjá í spilurunum hér að neðan.
Íslandsmeistarasyrpa Þórs/KA