„Ég vil skila skýrslu til ráðherra í þessum mánuði,“ segir Björgvin Guðmundsson, formaður nefndar sem fjallar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla.
Það var Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, sem skipaði nefndina hinn 3. janúar síðastliðinn. Illugi sagði að nefndin væri skipuð í framhaldi af því að fulltrúar einkarekinna fjölmiðla hefðu vakið athygli stjórnvalda á erfiðleikum sem blasa við í rekstri þeirra.
Núverandi ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, tekur við skýrslunni af nefndinni.
Styttist í skil á fjölmiðlaskýrslu

Tengdar fréttir

Skipar nefnd til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla
Björgvin Guðmundsson hefur verið skipaður formaður nefndarinnar.