Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 20:15 Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál. Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál.
Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira