„Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2017 06:39 Tolli Morthens vill ekki gera lítið úr þjáningum þolenda þó hann telji að margir afbrotamenn eigi skilið annað tækifæri. Vísir/GVA Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Þorlákur Morthens, eða Tolli, segist ekki hafa verið að samþykkja verknað mannsins sem hann veitti umsögn vegna uppreistar æru. Þá hafði hann heldur ekki í hyggju að firra manninn ábyrgð heldur segist Tolli einungis verið að votta til um bata hans og viðleitni til að losna úr viðjum eiturlyfja- og áfengisfíknar.Maðurinn sem Tolli veitti meðmæli sótti um uppreist æru vegna tveggja ára fangelsisdóms sem hann hlaut árið 1998 en þar var hann fundinn sekur um nauðgun. Hann sótti um uppreist æru í mars í fyrra og hlaut hana þann 8. ágúst.Sjá einnig: Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æruGreint var frá því í gær að Sólveig Eiríksdóttir, Solla á Gló, hafi einnig skrifað undir meðmæli fyrir manninn. Hún tók í sama streng og Tolli í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Ég var á engan hátt að samþykkja það sem hafði gerst. Heldur bara vera vottur um að hann væri bætt og betri manneskja,” sagði Solla. Tolli segist í stöðuuppfærslu á Facebook hafa í mörg ár starfað innan veggja fangelsana við að „hjálpa einstaklingum sem þar eru vegna ógæfu alkahólisma, eiturlyfja , ofbeldis og misnotkunar sem margir þeirra hafa gengið í gegnum frá barnæsku.“ Hann segist hafa kosið að starfa með þessum mönnum og hjálpa þeim að komast til betra lífs. „Ég trúi því að margir þessara manna eigi séns vegna þess að ógæfa þeirra er í samhengi orsaka og afleiðinga,“ segir Tolli og bætir við að það hafi verið í þessu ljósi sem hann skrifaði undir meðmælin fyrir manninn, sem hlaut uppreista æru í fyrra sem fyrr segir.Sjá einnig: Samþykkti ekki glæpinn en vottaði um betrun„Það að ég kjósi að vinna með gerendum í ofbeldismálum þýðir ekki að ég hunsi fórnarlömbin og vanvirði það sem það fólk hefur gengið í gegnum. Einhverstaðar verður maður að byrja ef maður vill sjá heiminn betri. Öll andleg vinna miðar á sátt, sátt á hvaðan maður er að koma og hver maður er en þessa sátt er erfitt að finna ef ekki er með kærleikur til sjálfs síns og annarra.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15 Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Solla og Tolli veittu dæmdum nauðgara meðmæli vegna uppreist æru Maðurinn hlaut tveggja ára dóm fyrir nauðgun árið 1998. 17. september 2017 16:15
Samþykkti ekki glæpinn heldur vottaði um betrun Sólveig Eiríksdóttir í Gló segist hafa veitt vini sínum meðmæli til að fá uppreist æru af vel ígrunduðu máli. Hún hafi ekki verið að samþykkja glæpinn sem hann framdi heldur votta að hann væri betri og bætt manneskja. Lagaprófessor segir meðmælin ekki fela í sér samsömun eða viðurkenningu á gjörðum annarra. 17. september 2017 19:10