Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2017 20:00 Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti Í lögum er einungis gerð krafa um að umsækjandi um uppreista æru hafi hegðað sér vel í tvö eða fimm ár að lokinni refsingu, allt eftir því hvort undantekningarákvæði eigi við. Það er síðan í leiðbeiningum dómsmálaráðuneytisins sem krafist er tveggja meðmælabréfa til að votta um þessa hegðun. Ráðuneytið virðist ekki staðfesta bréfin með neinum hætti þar sem meðmælendur dæmdra afbrotamanna hafa ýmist neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi eða sagt að þeim hafi verið breytt. Lektor í refsirétti segir reglurnar óskýrar en telur meðmælabréf af einhverju tagi nægja til að uppfylla kröfurnar. Upphaflegur tilgangur bréfsins skipti engu máli. „Það er ekki mælt fyrir um það hvernig vottorðin eigi að vera úr garði gerð eða tekið fram í þessum reglum að vottorðin þurfi sérstaklega að snúa að umsókninni. Þetta er eitthvað sem er hægt að skýra miklu betur og í rauninni er hálf undarlegt að þessi staða sé komin upp," segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.Lögreglumaður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum árið 2003 skilaði sjö bréfum með umsókn sinni. Tvö þeirra voru rituð áður en hann var dæmdur. Tvö voru ódagsett.Í gögnunum sem ráðuneytið lét af hendi í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndar um upplýsingamál sést að meðmælabréfin sem fylgja umsóknum um uppreist æru eru ýmiss konar. Í máli lögreglumanns sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2003 voru tvö bréf dagsett árið 2002. Ári áður en dómur féll. Tvö voru ódagsett en þrjú voru frá árinu 2009 þegar hann sótti um uppreist æru. Jón Þór segir að gömul bréf gætu leitt til endurupptöku á ákvörðun en þar sem öðrum var jafnframt skilað ættu þau ekki að hafa áhrif. Í máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem var dæmdur fyrir barnaníð árið 2004, hafa tveir af þremur umsagnaraðilum neitað því að hafa skrifað bréfin í þessum tilgangi. Einn þeirra segir bréfinu hafa verið breytt eftir undirritun. Jón Þór telur það geta varðað endurupptöku auk þess að vera refsivert. „Ef bréfinu hefur verið breytt eða er tilbúningur frá upphafi er bara um að ræða skjalafals, auk þess sem önnur ákvæði hegningarlaga gætu komið til skoðunar. Þá hlýtur það að liggja beint við að það yrði að skoða hvort ekki ætti að endurupptaka það mál," segir Jón Þór.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira