Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 19:45 Krókódílaárásir geta verið lífshættulegar. mynd úr safni Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44