Krókódíll hreiðraði um sig í húsi á flóðasvæðunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 19:45 Krókódílaárásir geta verið lífshættulegar. mynd úr safni Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íbúa í nágrenni Houston brá í brún er hann sneri til síns heima í gær en krókódíll hafði gert sig heimakominn í húsi hans. Maðurinn hafði flúið heimili sitt vegna fellibyljarins Harveys í síðustu viku. Washington Post greinir frá þessu. Að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu barst tilkynning um hinn óboðna gest í gær og voru lögregluþjónar sendir á vettvang í kjölfarið. Töluvert regnvatn hafði flætt inn á heimilið sem greiddi leið krókódílsins. Á mynd, sem lögregluyfirvöld birtu á Facebook-síðu sinni, má sjá krókódílinn gægjast undan borðstofuborði. Að sögn yfirvalda verður krókódíllinn færður í sín náttúrulegu heimkynni von bráðar. Talsvert hefur borið á tilkynningum um krókódíla í Texas-ríki en samkvæmt óstaðfestum orðrómi sluppu hundruð krókódíla af búgarði í námunda við Houston í flóðunum. Yfirvöld vara fólk við að stugga við dýrunum enda getur krókódílaárás verið lífshættuleg. Krókódílar eru fótfráir á landi og því erfitt að hlaupa þá uppi. Rétt viðbrögð væru að hafa sig hægt, hörfa rólega og láta vita. Krókódílar eru ekki einu skepnurnar sem hafa angrað íbúa á svæðinu en stærðarinnar „flekar“ af eldmaurum hafa sést fljóta á vatnselgnum í kjölfar lægðarinnar. Eldmaurar eru skaðræðisdýr sem þekktir eru fyrir árásargirni sína í garð mannfólks. Bit þeirra eru sögð afar sársaukafull og geta jafnvel kallað fram lífshættuleg ofnæmisviðbrögð, í örfáum tilfellum. Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá beltisdýr sem hefur tekið sér far með árabáti. Hjálparstarf fer nú fram í Texas-ríki en fellibylurinn hefur þegar kostað 47 manns lífið. Eignatjón hleypur á tugum milljarða en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur biðlað til Bandaríkjaþings um að senda 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16 7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12 Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Trump heimsækir hamfarasvæði á ný Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki. 2. september 2017 17:16
7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana 2. september 2017 11:12
Úr öskunni í eldmaurinn Þúsundir árásargjarnra eldmaura fljóta saman á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í Texas í rúst. 30. ágúst 2017 06:44