Það verði regla fremur en undantekning að opinberar framkvæmdir standist áætlanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:15 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Sjá meira