Níu ára börn tekin með klám í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 19:30 Grunnskólanemendur eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir nemendur allt niður í níu ára aldur. Aukið aðhald þykir nauðsynlegt samhliða aukinni snjallsímanotkun. Samhliða aukinni snjallsímanotkun verður óæskilegt efni sífellt aðgengilegra. Reglulega koma upp mál í grunnskólum landsins þar sem nemendur eru staðnir að því að skoða klámsíður í tölvum eða snjallsímum á skólatíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis haft samband við foreldra barna í fimmta bekk í grunnskóla í Reykjavík á dögunum vegna klámnotkunar. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir samtökin reglulega standa fyrir fræðslu vegna mála af þessu tagi. „Það hafa verið nemendur niður í fjórða bekk sem hafa verið að skoða óviðeigandi efni eins og t.d. klámsíður og þess vegna er mjög mikilvægt að vera vakandi fyrir þessu. Það eru auðvitað að kikka inn einhverjir hormónar en síðan er efnið líka aðgengilegra af því að börn eru nú mörg hver með lófatölvuna, þ.e. snjallsímann, og netið sem ekkert mál er að komast á," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri. Símfyrirtækin hafa boðið upp á síur til þess að loka á óæskilegt efni og samkvæmt upplýsingum frá Vodafone eru þær mikið notaðar á heimilum og í skólum. Erfitt er þó að loka á allar leiðir þar sem nemdur hafa tekið upp á því að leita að óviðeigandi orðum á Google og komast fram hjá vörnum. Samtökin SAFT sem sjá um fræðslu um örugga netnotkun barna vinna nú að könnun í samstarfi við Haskóla Íslands og Háskólann á Akureyri þar sem markmiðið er að kortleggja miðlanotkun ungra barna. Hrefna segir nauðsynlegt að ræða við börn um málið. „Að fræða börnin um af hverju þetta er ekki gott og af hverju á ekki að gera þetta. Þannig að þau geti sjálf líka varað sig og verið gagnrýnin á það efni sem þau eru að skoða," segir Hrefna. „Það er ekki gott fyrir ung og óhörðnuð börn að fá sína kynfræðslu í gegnum svona síður," Hrefna. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Grunnskólanemendur eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir nemendur allt niður í níu ára aldur. Aukið aðhald þykir nauðsynlegt samhliða aukinni snjallsímanotkun. Samhliða aukinni snjallsímanotkun verður óæskilegt efni sífellt aðgengilegra. Reglulega koma upp mál í grunnskólum landsins þar sem nemendur eru staðnir að því að skoða klámsíður í tölvum eða snjallsímum á skólatíma. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis haft samband við foreldra barna í fimmta bekk í grunnskóla í Reykjavík á dögunum vegna klámnotkunar. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir samtökin reglulega standa fyrir fræðslu vegna mála af þessu tagi. „Það hafa verið nemendur niður í fjórða bekk sem hafa verið að skoða óviðeigandi efni eins og t.d. klámsíður og þess vegna er mjög mikilvægt að vera vakandi fyrir þessu. Það eru auðvitað að kikka inn einhverjir hormónar en síðan er efnið líka aðgengilegra af því að börn eru nú mörg hver með lófatölvuna, þ.e. snjallsímann, og netið sem ekkert mál er að komast á," segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri. Símfyrirtækin hafa boðið upp á síur til þess að loka á óæskilegt efni og samkvæmt upplýsingum frá Vodafone eru þær mikið notaðar á heimilum og í skólum. Erfitt er þó að loka á allar leiðir þar sem nemdur hafa tekið upp á því að leita að óviðeigandi orðum á Google og komast fram hjá vörnum. Samtökin SAFT sem sjá um fræðslu um örugga netnotkun barna vinna nú að könnun í samstarfi við Haskóla Íslands og Háskólann á Akureyri þar sem markmiðið er að kortleggja miðlanotkun ungra barna. Hrefna segir nauðsynlegt að ræða við börn um málið. „Að fræða börnin um af hverju þetta er ekki gott og af hverju á ekki að gera þetta. Þannig að þau geti sjálf líka varað sig og verið gagnrýnin á það efni sem þau eru að skoða," segir Hrefna. „Það er ekki gott fyrir ung og óhörðnuð börn að fá sína kynfræðslu í gegnum svona síður," Hrefna.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira