RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2017 14:00 Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010. vísir Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47