Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 08:24 Sjanghæ stendur við Strandgötu á Akureyri. Vísir/getty Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01