Skemmtilega ólík lið mætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2017 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sækir að vörn ÍBV í leik liðanna í sumar. Hún verður í lykilhlutverki í dag. vísir/andri marinó Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira