Innlent

Leita að þremur konum nærri Landmannalaugum

Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í Landmannalaug þar sem meðal annars er algengast að fólk hefji göngu um Laugaveginn svokallaða.
Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í Landmannalaug þar sem meðal annars er algengast að fólk hefji göngu um Laugaveginn svokallaða. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitafólk frá Hellu og Hvolsvelli hefur verið kallað út til að aðstoða við leit að þremur spænskum ferðakonum sem urðu viðskila við ferðafélaga sína í Landmannalaugum. Aldur kvennanna liggur ekki fyrir.

Margrét Ýr Sigurgeirsdóttir, hjá svæðisstjórn Landsbjargar á Hellu, tjáði fréttastofu að eftirgrennslan hefði hafist um tíuleytið í kvöld. Í framhaldinu voru björgunarsveitirnar boðaðar út af Hellu og Hvolsvelli en búist er við því að sveitir víðar að af landinu verði kallaðar út.

Leitarskilyrði eru góð en gott veður er á staðnum og stjörnubjart.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×