Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 08:42 Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir hjarta sitt slá í Kópavogi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi. Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Frá þessu greinir Theódóra í viðtali við Kópavogsblaðið sem birtist í dag. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi. Í samtali við Kópavogsblaðið segir Theódóra að hún telji krafta sína betur nýtast á sveitarstjórnarstiginu. Hún hafi verið formaður bæjarráðs og haft eftirlit með fjármálstjórn og stjórnsýslu Kópavogs. Segist hún því vera komin með „mikla þekkingu“ á öllum sviðum stjórnsýslunnar.Þingið óskilvirk málstofa Ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu - en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. „Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ segir Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið og bætir við að hún telji þingið mjög óskilvirkt. „Ég vil frekar vinna með fulltrúum fleiri aðila að því að finna lausnir á þeim verkefnum sem blasa við, eins og við gerum í Kópavogi þar sem við reynum að vinna hlutina í sem mestri sátt við íbúa og í þverpólitískri sátt. Ég sé það því miður ekki gerast í þinginu á næstu misserum. Þar er of langt í land með þessa menningu.“ Hún muni þó áfram vinna með Bjartri framtíð í þeim málaflokkum sem flokkurinn beri ábyrgð á í ríkisstjórn.Hjartað slær fyrir KópavogTheódóra var gagnrýnd fyrir að sitja bæði sem alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi á sama tíma en hún tók sæti á Alþingi síðastliðið haust. Þrátt fyrir að hafa fundist umræðan á köflum vera harkaleg og hafa tekið hana nærri sér er ekki að sjá af svörum hennar að gagnrýnin hafi haft eitthvað með ákvörðun hennar að gera. „Hugur minn og hjarta slær í Kópavogi og tel ágætt að setja punkt aftan við þingmennskuna um áramótin.“ Aðspurð hvort hún sé farin að huga að sveitarstjórnarkosningunum næsta vor segist Theódóra svo ekki vera. Hún geri þó ráð fyrir því að gefa kost á sér áfram sem oddviti Bjartar framtíðar í Kópavogi.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Misjafnt er hvort að sveitarstjórnarmenn segi af sér embætti þegar þeir taka sæti á Alþingi. 31. janúar 2017 17:00