Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að þingheimur fái upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað. Samsett/Stefán/Stakkafell Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins. Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00