Fótbolti

Mætir Íslandi á Laugardalsvellinum og fer svo til Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands á síðasta ári.
Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands á síðasta ári. vísir/getty
Borussia Dortmund hefur fest kaup á úkraínska landsliðsmanninum Andriy Yarmolenko frá Dynamo Kiev. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við þýska félagið.

Yarmalenko er ætlað að fylla skarð Ousmanes Dembélé sem Dortmund seldi til Barcelona í síðustu viku.

Dortmund hefur lengi fylgst með hinum 27 ára gamla Yarmalenko sem spilar oftast á hægri kantinum.

Yarmalenko er lykilmaður í úkraínska landsliðinu sem mætir því íslenska á Laugardalsvelli í undankeppni HM þriðjudaginn 5. september næstkomandi.

Hann skoraði mark Úkraínu í 1-1 jafnteflinu við Ísland í fyrri leik liðanna í I-riðli undankeppni HM. Yarmalenko hefur alls skorað 29 mörk í 69 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×