Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Sjá meira