Fimm skátar enn þá veikir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 20:00 Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla. Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Flestir skátar og foringjar þeirra hafa verið útskrifaðir úr sóttkví í fjöldahjálpastöðinni í Hveragerði. Átta voru eftir í húsinu í dag og þar af voru fimm ennþá veikir. Halda þarf stöðinni opinni að minnsta kosti til morguns. Alls voru 181 erlendur skáti og foringjar þeirra fluttir frá Úlfljótsvatni í fjöldahjálparmiðstöð í Grunnskólanum í Hveragerði á fimmtudagskvöld vegna nóróveirusýkingar sem kom upp í hópnum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerðir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands frá upphafi.Flestir hafa nú verið útskrifaðir og lögðu einhverjir af stað heim með flugi í morgun. „Núna eru flestir farnir úr húsi. Það eru átta skátar eftir í húsi. Þar af eru fiimm sem eru veikir og þar af fjórir sem eru ennþá með einkenni," segir Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi. Sóttvarnarlæknir tekur ákvarðanir um útskrift og fengu 59 skátar að yfirgefa miðstöðina í dag. Til þess að fá að útskrifast þurfa einstaklingar að hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti átta klukkustundir. Þar sem fimm eru ennþá veikir er ekki útlit fyrir að hægt verði að loka miðstöðinni í dag. „Þeir verða sennilega hérna yfir nóttina og síðan verður staðan tekin á morgun. Hvernig heilsan þeirra er og hvort sóttvarnalæknir útskrifi þá," segir Fjóla. Nýja kerran notuð Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fyrir einungis tveimur mánuðum keypti Árnesingadeild Rauða Krossins neyðarkerru sem hugsuð var til nota í mögulegum jarðskjálftum eða hamförum. Þær reyndust nauðsynlegar í þessari aðgerð þar sem beddar og ýmis annar búnaður var þar til staðar. „Við vorum stolt þegar við gátum rennt úr hlaði með þessa kerru af því við áttum ekki von á að við þyrftum nokkurn tímann að nota hana. En annað kom nú á daginn og við erum búin að læra ótrúlega mikið á þessu," segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Farga þurfti fatnaði einhverra skáta og þurftu því sumir á hreinum fötum og skóm að halda en Rauði Krossinn sá um að útvega það. Enginn sjálfboðaliði eða starfsmaður á svæðinu hefur veikst en Fjóla segir að álagið hafi verið mikið. „Það er búið að vera að sjálfsögðu mikið álag á öllum en við erum mjög stór hópur af sjálfboðaliðum og Rauða Krossinum og það hafa allir sinnt sínu hlutverki afskaplega vel," segir Fjóla.
Veikindi hjá skátum Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira